@iatv
2,930
700,942
617
2016-10-21
ÍATV er netsjónvarpsstöð á vegum Íþróttabandalags Akraness og er styrkt og fjármögnuð af ÍA og Akraneskaupstað. Fyrstu útsendingarnar fóru í loftið með frumstæðum hætti í nóvember 2015 og ÍATV var svo sett formlega á laggirnar í lok árs 2016 þegar ÍA ákvað að styrkja verkefnið til tækjakaupa. Það ár sendi ÍATV út sjö sinnum en árið 2024 voru útsendingarnar orðnar 420 og áhorfin um 635 þúsund. Útsendingunum hefur því fjölgað ár frá ári. Einnig hafa liðsmenn orðið fleiri og þekking og reynsla þeirra aukist, tækjabúnaður batnað og gæði útsendinganna og metnaðurinn til að gera vel hefur ágerst. ÍATV hlaut Fjölmiðlaverðlaun KSÍ árið 2021 og Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2024. Við sem stöndum að ÍATV höldum áfram að gera okkar besta til að þróa þetta skemmtilega og mikilvæga verkefni áfram og stefnum að því að gera ÍATV að bestu netsjónvarpsstöð íþróttafélags á Íslandi.